Um Okkur
Extra Málun ehf, er rekin af þeim Jóni Bjarna Jónssyni og Agli Hübner, sem báðir eru löggiltir málarameistarar með áralanga reynslu. Egill hóf störf í málningarvinnu árið 1999 og Jón Bjarni árið 2006. Saman hafa þeir byggt upp Extra Málun ehf. með áherslu á fagmennsku, vandvirkni og snyrtilegan frágang. Þeir félagar leggja sig ávallt fram við að fylgja nýjustu aðferðum og gæðastöðlum, sem tryggir fyrsta flokks þjónustu fyrir heimili og fyrirtæki. Einnig trúa þeir því að góður árangur byggist á samvinnu, áreiðanleika og trausti – gildi sem við höfum sett í öndvegi hjá okkur
Markmið okkar
Markmið okkar hjá Extra Málun ehf, er að veita trausta málningarþjónustu og leggjum við metnað okkar í góða og persónulega þjónustu, vönduð vinnubrögð og góðan frágang. Extra málun býður upp á áreiðanlega þjónustu fyrir heimili og fyrirtæki, þar sem bæði gæði og fagmennska skiptir höfuðmáli og haft í fyrirrúmi. Hvort sem verkefnið er innan- eða utanhúss, þá veitum við alltaf fyrsta flokks málningarvinnu og tryggjum ávallt vandvirkni og góðan frágang í hverju verkefni.
Hvað gerum við?
Við hjá Extra Málun ehf, tökum við fyrirspurnum og sendum frítt verðmat til þín að undangenginni skoðun á verkstað. Extra Málun ehf. verslar aðeins fyrsta flokks efni og verkfæri af öllum helstu málningarverslunum höfuðborgarsvæðisins og þannig tryggjum við að alltaf fáist réttu efnin fyrir okkar verkefni og að viðskiptavinir okkar njóti góðs af því. Við tryggjum fagmennsku, gæða vinnu og rétta meðhöndlun efna. Við sem löggiltir málarameistarar fylgjum ströngum stöðlum og tryggjum endingargóðan frágang, sem um leið eykur verðmæti eignarinnar.
